Fannberg fasteignasala ehf. kynnir eignina Gilsbakki 37, 860 Hvolsvöllur, nánar tiltekið eign merkt 01-01, fastanúmer 227-2785 ásamt öllu því sem eigninni fylgir, þar með talið tilheyrandi lóðar og sameignarréttindi.
Eignin Gilsbakki 37 er skráð sem hér segir hjá FMR: Eign 227-2785, birt stærð 222.5 fm. byggt úr timbri og klætt með sléttum hvítum plötum,tvöfallt gler er í gluggum, lituð bára er á þaki .
Húsið er endahús í botnlanga með mjög góðu útsýni útsýni yfir Hvolsvöll.
Hægt er að láta hluta húsgagna/innanstokksmuna fylgja með sölunni sé áhugi fyrir þvíEignin er tilbúin til afhendingar við kaupsamning.LýsingAndyri með flísum á gólfi og fataskáp.
Stofa með eikarparketi,gengið er út úr stofu út í
sólstofu með flísum á gólfi þaðan er hurð út í garð.
Fjögur svefnherbergi með eikarparketi og fataskápum í þeim öllum ,hurð er úr hjónaherbergi út í garð
Baðherbergi flísalagðir veggir og gólf þar er sturtuklefi og baðkar ásamt góðri innréttingu og upphengdu klósetti.
Eldhús með ágætri innréttingu og eyju þar sem eldavél er staðsett , yfir henni er vifta, á gólfi eru flísar.
Bakinngangur sem jafnframt er
þvottahús með innréttingu vaski og skápum,innaf þvottahúsi er salerni flísalagt með upphengdu klósetti.
gengið er úr þvottahúsi inn í
bílskúr .
Bílskúr er með tveimur gönguhurðum og innkeyrsluhurð með opnara ,flísar á gólfi og er hiti í því,
Samkvæmt samþykktum teikningum er gert ráð fyrir sánu/baðherbergi í bílskúr og eru lagnatengingar fyrir hendi,
Húsið er kynt með hitaveitu og er gólfhitakerfi í því sem stýrt er úr hitagrind sem staðsett er í bílskúr.
Bílastæði og
gangstétt eru hellulögð og hitalögn er í bílastæði út frá bílskúr.
Garður er gróinn.
Gert er ráð fyrir rúmlega 100 fm sólpalli samkæmt samþykktum teikningum.
Þak var yfirfarið og blettað árið 2023Tekið skal fram að seljendur hafa aldrei búið í eigninniNánari upplýsingar veitir Ágúst Kristjánsson , í síma 8938877, tölvupóstur
[email protected].