Grímsstaðir , 861 Hvolsvöllur
Tilboð
Lóð/ Jörð
0 herb.
65535 m2
Tilboð
Stofur
0
Svefnherbergi
0
Baðherbergi
0
Inngangur
Sér
Byggingaár
0
Brunabótamat
295.174.000
Fasteignamat
81.199.000

FANNBERG FASTEIGNASALA EHF. sími: 487-5028.

GRÍMSSTAÐIR OG YTRI-HÓLL 1 Í RANGÁRÞINGI EYSTRA.


Jarðirnar:
Um er að ræða jörðina Grímsstaði, ásamt kúabúi sem rekið er á henni og jörðina Ytri-Hól 1.  Jarðirnar, sem eru samliggjandi eru staðsettar í Vestur-Landeyjum og er stærð þeirra um 332 hektarar.  Ræktað land er um 82 hektarar.  Báðar jarðirnar liggja að Hólsá og fylgir þeim veiðiréttur í ánni.  Grímsstöðum fylgir 204.805 lítra greiðslumark í mjólk.

Íbúðarhús:
Húsið er á tveimur hæðum byggt úr timbri á steyptan kjallara árið 1946 og með viðbyggingu frá 1978, stærð 264,4 fm.

Útihús:
Fjós með áburðarkjallara byggt árið 2007, stærð 914 fermetrar.  Húsið er stálgrindarhús, klætt með yleiningum.  Í fjósinu eru 63 legubásar, Delaval mjaltaþjónn og Lely discovery sköfurobot.
Fjós með áburðarkjallara byggt árið 1964, stærð 238 fermetrar.  Húsið er steypt og einangrað.
Hlaða byggð árið 1967, stærð 181 fermeter.  Húsið er járnklætt timburhús.
Votheysturn byggður úr steinsteypu árið 1955, stærð 13 fermetrar.
Vélageymsla byggð árið 1958 úr timbri og vikursteini, stærð 50 fermetrar.
Vélageymsla byggð árið 1973, stærð 54 fermetrar.  Húsið er járnklætt timburhús.
Alifuglahús byggt árið 1980, stærð 12 fermetrar.  Húsið er járnklætt timburhús.
Bogaskemma byggð árið 1996, stærð 307 fermetrar.  Húsið er járnklætt stálgrindarhús.

Bústofninn telur; 38 mjólkandi kýr, 55 kvígur á aldrinum 0-24 mánaða, 40 kálfa og geldneyti og um 70 ær og gemlinga.

Allar vélar og tæki búsins geta fylgt með við sölu.

Allar nánari upplýsingar veita:
Guðmundur Einarsson lgf, gsm: 863-9528, netfang: [email protected]
Ágúst Kristjánsson lgf, gsm: 893-8877, netfang: [email protected]

Senda fyrirspurn um eignina

Skilaboð hafa verið send.